Karfan þín(0)

Námskeið vorannar 2013

Erum að vinna hörðum höndum að því að undirbúa námskeið fyrir vorprófin í vor. Munum bjóða upp á námskeið við alla skóla og allar deildir sem við kenndum við í fyrra haust. Þar að auki munu nokkrir skólar bætast við. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Nóbels.  - Lesa meira

Skráningar haustmisseris 2012 hafnar

Skráningar fyrir námskeið hjá Nóbel námsbúðum á haustönn 2012 eru nú hafnar. Ný og endurbætt heimasíða á eftir að koma sér mjög vel og vonum við að sem flestir eigi nú auðveldara með að finna námskeið við sitt hæfi. Öllum nemendum verður boðið inn á sérstakan facebook hóp þar sem leiðbeinendur þeirra munu svara fyrirspurnum, setja inn glósur, verkefni og gömul próf.  - Lesa meira

Ný heimasíða tekin í notkun

Frá 8. nóvember 2012: Við höfum unnið hörðum höndum að nýrri heimasíðu og erum stolt að kynna nýjungar hér sem auðvelda nemendum að finna námskeið við sitt hæfi. Við bjóðum upp á auðveldari leið til skráninga og nú er einnig hægt að sækja um störf hjá okkur inni á vefsíðunni.  - Lesa meira

Nóbel færir út kvíarnar

Frá 7. október 2012: Nóbel námsbúðir hafa nú heldur betur stækkað við sig og eru vel undirbúin fyrir næstkomandi haustpróf. Á vorönn 2012 voru 22 kennslustjórar og höfum við nú þrefaldað þann fjölda. Einnig höfum við bætt við Menntaskólanum á Akureyri. Ferlið við að finna réttu kennslustjórana hefur tekið langan tíma og lokaútkoman er frábær. Við erum mjög stolt af starfsliði okkar og teljum við okkur hafa fundið allra bestu einstaklinga sem völ er á til að kenna þau námskeið sem við bjóðum upp á í haust. Ljóst er að áhugi á námskeiðum okkar er mikill og fer vaxandi. Við..  - Lesa meira

Nóbel til Akureyrar

Frá 15. september 2012: Nóbel námsbúðir munu í haust bjóða nemendum Menntaskólans á Akureyri upp á hin sívinsælu undirbúningsnámskeið fyrir próf. Stefnt er að því að bjóða MA'ingum upp á námskeið í stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði, þýsku og frönsku. Þess má geta að stofnandi Nóbel námsbúða er sjálfur MA'ingur.  - Lesa meira

Skráningar vorannar 2012 hefjast

Frá 4. apríl 2012: Skráningar í námsbúðir vorannar 2012 hófust í dag. Að þessu sinni munu 22 leiðbeinendur aðstoða nemendur við nám í 36 námskeiðum í 4 framhaldsskólum. Umfjöllun um leiðbeinendur og námskeiðin má finna á skráningarsíðunni okkar.  - Lesa meira

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard