Karfan þín(0)

Telur þú þig hafa það sem þarf til að vera kennslustjóri hjá Nóbel námsbúðum? Eins og kokkurinn Gusteau sagði í kvikmyndinni Ratatouille þá teljum við að "allir geti eldað". Allt okkar starfsfólk fær að sækja ræðu- og framkomunámskeið hjá JCI Ísland (þeim að kostnaðarlausu) ásamt því að kynnast og læra af reynslu hvors annars.

Reynslan og þekkingin sem hlýst af því að kenna hjá Nóbel námsbúðum munu reynast starfsfólki okkar dýrmæt leið til að skara framúr og ná lengra á sínu sviði í framtíðinni.

"Nothing is more common than unfulfilled potential." –Howard Hendricks


Við erum stöðugt að leita að fólki sem hefur gaman að því að hjálpa öðrum og miðla sinni þekkingu áfram. Við leitum að traustum og duglegum einstaklingum sem hafa náð framúrskarandi árangri á framhalds- eða háskólastigi hérlendis. Reynsla af kennslu eða leiðsögn er æskileg en þó ekki skilyrði.

Hjá Nóbel námsbúðum er mikil áherslu lögð á góðan starfsanda og gott starfsumhverfi.

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard