Styrkir frá stéttarfélögum
Þeir nemendur sem vinna á sumrin eða með skóla, eiga í flestum tilfellum rétt á styrkjum úr starfs- og endurmenntunarsjóðum sinna stéttarfélaga.
Við minnum líka nemendur á að framvísa sölureikningum frá Nóbel námsbúðum ehf. til sinna stéttarfélaga og eiga þannig kost á að fá námskeiðin endurgreidd að fullu frá þeim. 💰
Umsóknarferlið er sáraeinfalt og fljótlegt (tekur 1–2 mínútur):
- Náðu í afrit af sölureikningi Nóbel námsbúða ehf., sem sent var á netfangið þitt.
- Skráðu þig inn á vefsíðu þíns stéttarfélags, sæktu um styrk úr starfs- eða endurmenntunarsjóði og láttu afrit af sölureikningi fylgja með í viðhengi.
- Styrkur er lagður inn á bankareikninginn þinn og er eðlilegur afgreiðslutími um 7–14 dagar.
Reglur um styrki úr starfs- eða endurmenntunarsjóðum eru mismunandi á milli stéttarfélaga, en flest þeirra veita 100% styrki fyrir námskeið á vegum Nóbel námsbúða ehf.
Nánari reglur og leiðbeiningar fyrir hvert stéttarfélag má finna inn á vefsíðum þeirra, en hér fyrir neðan eru tenglar á vefsíður stærstu stéttarfélaga landsins:
- VR stéttarfélag
- Efling stéttarfélag
- BSRB (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)
- BHM (Bandalag háskólamanna)
- Kennarasamband Íslands (KÍ)
- Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh)
- Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ)
- Matvís (félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum)