Um Nóbel námsbúðir
Verið velkomin á vefsíðu Nóbel námsbúða.
Fyrirtækið Nóbel námsbúðir hóf fyrst starfsemi sína haustið 2010, en þá voru kennd upprifjunarnámskeið í stærðfræði og bókhaldi fyrir viðskiptafræðinemendur Háskóla Íslands.
Þó að stutt sé liðið frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag bjóða Nóbel námsbúðir upp á stærsta og fjölbreyttasta úrval undirbúningsnámskeiða á Íslandi. Í dag starfa um 60 starfsmenn hjá Nóbel námsbúðum og kenna þeir upprifjunarnámskeið fyrir nemendur um allt land. Allt okkar starfsfólk eru fyrrverandi nemendur sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði.
Starfsemi okkar byggist á því að virkja svokallaða jafningjafræðslu til náms meðal nemenda landsins. Nóbel stendur fyrir skipulögðum námskeiðum þar sem eldri nemandi úr tilteknum kúrs við tiltekinn skóla, hittir núverandi nemendur og sýnir þeim hvernig hann gerði hlutina og lærði námsefnið á sínum tíma. Allir sem kenna slík námskeið þekkja því námsefnið af eigin raun, þeir þekkja áherslurnar og þeir vita hvernig best er að ná góðum árangri í prófunum. Þess ber að geta að starfsmenn okkar eru ekki krafðir um kennararéttindi og því ekki kallaðir kennarar.
Öll okkar sem hafa náð árangri í námi vitum að lykillinn að velgengi er gott skipulag, skýr markmið, sjálfsagi og tímastjórnun. Því eru heilbrigðar námsvenjur sem byggjast á þessum dyggðum okkur öllum mjög mikilvægar og við viljum hvetja alla námsmenn til að tileinka sér þessar venjur umfram allt annað. Við lítum ekki svo á að námskeið okkar hjá Nóbel eigi að einhverju leiti að koma í stað vinnu og ástundun nemenda. Þvert á móti lítum við á okkar námskeið sem lið í heilbrigðum námsvenjum, þar sem nemendur fá tækifæri til að læra af reynslu eldri nemenda í aðdraganda lokaprófa.
Meðalstærð námskeiða hjá Nóbel undanfarin ár eru 15-20 nemendur á hvert námskeið. Námskeið okkar fyrir nemendur fjölmennra deilda geta þó orðið töluvert stærri á meðan önnur eru heldur minni. Við teljum þessa miklu aðsókn í okkar námskeið eiga sér eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi treysta nemendur sínum eigin jafningjum betur til að hjálpa sér í náminu, heldur en utanaðkomandi aðilum. Í öðru lagi getur starfsfólk okkar boðið nemendum upp á trúverðuga þjónustu, enda auðvelt að sannreyna þekkingu þeirra og árangur í viðkomandi námi. Í þriðja lagi skapar Nóbel öflugan vettvang þar sem þekking og reynsla við kennslustörf geta flætt óhindruð á milli starfsfólks víðs vegar um landið. Við getum nýtt kennslukannanir og ýmis gæðaeftirlit á skilvirkan hátt og lært þannig af allri okkar reynslu og bætt þjónustu við nemendur á skemmri tíma en aðrir.
Sú þróun að nemendur sækjast í auknu mæli eftir slíkri aðstoð ber þó ekki vott um að kennsla skólanna sjálfra sé ábótavant að okkar mati. Hjá Nóbel starfa nú um 60 manns sem geta allir staðfest að það sé vel hægt að ná framúrskarandi árangri í námi við það menntakerfi sem við búum við í dag. Menntastofnanir landsins eru vissulega misvel búnar og eflaust er munur á milli deilda og námskeiða innan þeirra líka. Við höfum þó litlar áhyggjur af því, en höfum hins vegar miklar áhyggjur af nemendunum sjálfum. Brottfall íslenskra nemenda úr skólum landsins hefur verið með því mesta sem mælst hefur um alla Evrópu í rúman áratug. Því miður virðast íslenskir nemendur hafa átt auðveldara en aðrir með að snúa sér að öðru en náminu sínu undanfarin ár. Við vitum líka að langflestir sem hætta í skóla gera það í vikunum rétt fyrir próf. Af þessum sökum er það meginmarkmið Nóbel námsbúða að hver einasta námsmaður á Íslandi sem íhugar að hætta í skóla viti að við getum hjálpað.
We are only as strong as we are united, as weak as we are divided.
― J.K. Rowling, tekið úr Harry Potter.
Ég vona að þú finnir eitthvað við þitt hæfi á vefnum okkar. Hvort sem það eru námskeið til að ná lengra sjálfur eða eitthvað til að benda vinum eða ættingjum á sem gætu nýtt sér okkar þjónustu.
Takk fyrir að vilja fræðast um starfsemi okkar.
Atli Bjarnason,
stofnandi Nóbel námsbúða.