Karfan þín(0)

Mágus – Viðskiptafræði – Háskóli Íslands
Samstarf Mágusar og Nóbel námsbúða.

Í vetur munu Mágus og Nóbel námsbúðir nýta styrkleika hvors annars til að bjóða upp á bestu jafningjafræðslu sem völ er á fyrir nemendur í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Haldin verða sérstök upprifjunarnámskeið þar sem veitt er skipulögð og fagleg samantekt á öllum aðalatriðum til prófs.

Allir nemendur fá aðgang að sérstökum facebook kennsluhóp þar sem öllum spurningum er svarað alveg fram að prófi. Þar verður einnig aðgangur að glósum, verkefnum og öðrum prófgögnum þegar það á við.

Við hlökkum til að sjá þig!
Stephanie Júlía R Þórólfsdóttir, formaður Mágusar.

Gæði í fyrsta sæti – alls staðar.

Í ráðningarferlinu okkar er vandlega leitað að mentorum sem hafa frábæra þekkingu á námsefninu og eru jafnframt góðir í mannlegum samskiptum til að miðla þeirri þekkingu áleiðis. Allir mentorar hjá Nóbel hafa sjálfir tekið próf í því efni sem þeir kenna og þekkja þess vegna áherslur og aðalatriði mjög vel og vita hvernig best er að undirbúa sig fyrir prófið.

Þessu til viðbótar starfrækir Nóbel sérstakan kennsluskóla þar sem allir mentorar fá vandaða starfsþjálfun áður en kennsla hefst. Þar er m.a. veitt þjálfun í helstu kennsluaðferðum og uppbyggingu og undirbúningi kennslu, æfingu í framkomu- og ræðutækni, tímastjórnun og markmiðssetningu ásamt ýmsum praktískum atriðum sem snúa að kennslu frá fagaðilum á borð við Dale Carnegie, FranklinCovey, JCI og félag kennaranema við Háskóla Íslands.

Umsagnir nemenda tala sínu máli.

Við virkilega elskum það sem við gerum og við gerum það vel. Hér er hægt að lesa aðeins brot af þeim fjölmörgu umsögnum frá nemendum okkar sem endurspegla það.

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.
–ÚR HÁVAMÁLUM

100% ánægjutrygging.

Við vitum að próflestur er viðkvæmt tímabil í lífi námsmanna. Okkar hlutverk er að vera til staðar og hjálpa og við leggjum mikinn metnað í að gera það vel. Þegar nemandi ver tíma sínum og peningum í námskeið hjá okkur, viljum við tryggja að hann sé bæði ánægður og betur búinn fyrir prófin en hann hefði annars getað verið. Ef slíkt er ekki raunin og kennslukönnun gefur til kynna að svo sé, munum við endurgreiða námskeiðið að hluta eða öllu leyti eftir aðstæðum, ef ástæðan reynist sú að kennsla og yfirferð efnisins var ekki í samræmi við lýsingu og loforð okkar.

Auka afsláttur fyrir félagsmenn.

Til viðbótar við magnafslætti sem Nóbel veitir nemendum sem skrá sig á tvö eða fleiri námskeið, fá félagsmenn í nemendafélaginu 1.500 kr. auka afslátt fyrir hvert námskeið sem þeir skrá sig á. Þeir sem vilja nýta sér þennan auka afslátt og eru ekki félagsmenn, geta skráð sig í nemendafélagið hratt og örugglega með einum smelli.

Þess má líka geta að allir sem skrá sig í nemendafélag eru mjög töff.

Frí námskeið fyrir vinnandi fólk.

Já, þú last rétt – ef þú ert að vinna með skóla og á sumrin gætir þú átt rétt á því að nýta þér námskeiðin okkar endurgjaldslaust. Nóbel á í nánum samskiptum við stærstu stéttarfélög landsins þegar kemur að greiðslum úr starfs- og endurmenntunarsjóðum þeirra. Allir nemendur hjá Nóbel fá rafrænan sölureikning sem hægt er að senda með umsókn um styrki úr slíkum sjóðum. Leiðbeiningar um umsóknarferlið verða einnig sendar til allra nemenda.

Hjálpaðu okkur að hjálpa þér.

Með því að fylla út og senda okkur óskalistann þinn hér fyrir neðan getur þú tekið
beinan þátt í að velja námskeið og mentora sem verða í boði í vetur.Alone we can do so little. Together we can do so much.
–HELEN KELLER

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard