Karfan þín(0)

Háskólar
Samstarf nemendafélaga og Nóbel námsbúða.

Í vetur munu eftirtalin nemendafélög og Nóbel námsbúðir nýta styrkleika hvors annars til að bjóða upp á bestu jafningjafræðslu sem völ er á fyrir nemendur á háskólastigi. Haldin verða sérstök upprifjunarnámskeið þar sem veitt er skipulögð og fagleg samantekt á öllum aðalatriðum til prófs.

Allir nemendur fá aðgang að sérstökum facebook kennsluhóp þar sem öllum spurningum er svarað alveg fram að prófi. Þar verður einnig aðgangur að glósum, verkefnum og öðrum prófgögnum þegar það á við.

Mágus – Viðskiptafræði – Háskóli Íslands
Haxi – Líffræði – Háskóli Íslands
Kennó – Deild kennslu- og menntunarfræði – Háskóli Íslands
Linguae – Mála- og menningardeild – Háskóli Íslands
Mentor – Félagsráðgjöf – Háskóli Íslands
Naglar – Umhverfis- og byggingarverkfræði – Háskóli Íslands
Nörd – Tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði – Háskóli Íslands
Ökonomía – Hagfræði – Háskóli Íslands
Vélin – Véla-, iðnaðar- og efnaverkfræði – Háskóli Íslands
VIR – Rafmagns- og tölvuverkfræði – Háskóli Íslands

Gæði í fyrsta sæti – alls staðar.

Í ráðningarferlinu okkar er vandlega leitað að mentorum sem hafa frábæra þekkingu á námsefninu og eru jafnframt góðir í mannlegum samskiptum til að miðla þeirri þekkingu áleiðis. Allir mentorar hjá Nóbel hafa sjálfir tekið próf í því efni sem þeir kenna og þekkja þess vegna áherslur og aðalatriði mjög vel og vita hvernig best er að undirbúa sig fyrir prófið.

Þessu til viðbótar starfrækir Nóbel sérstakan kennsluskóla þar sem allir mentorar fá vandaða starfsþjálfun áður en kennsla hefst. Þar er m.a. veitt þjálfun í helstu kennsluaðferðum og uppbyggingu og undirbúningi kennslu, æfingu í framkomu- og ræðutækni, tímastjórnun og markmiðssetningu ásamt ýmsum praktískum atriðum sem snúa að kennslu frá fagaðilum á borð við Dale Carnegie, FranklinCovey, JCI og félag kennaranema við Háskóla Íslands.

Umsagnir nemenda tala sínu máli.

Við virkilega elskum það sem við gerum og við gerum það vel. Hér er hægt að lesa aðeins brot af þeim fjölmörgu umsögnum frá nemendum okkar sem endurspegla það.

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.
–ÚR HÁVAMÁLUM

Frí námskeið fyrir vinnandi fólk.

Já, þú last rétt – ef þú ert að vinna með skóla og á sumrin gætir þú átt rétt á því að nýta þér námskeiðin okkar endurgjaldslaust. Nóbel á í nánum samskiptum við stærstu stéttarfélög landsins þegar kemur að greiðslum úr starfs- og endurmenntunarsjóðum þeirra. Allir nemendur hjá Nóbel fá rafrænan sölureikning sem hægt er að senda með umsókn um styrki úr slíkum sjóðum. Leiðbeiningar um umsóknarferlið verða einnig sendar til allra nemenda.
Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard