Karfan þín(0)

Með því að skrá og kaupa þig inn á námskeið Nóbel námsbúða, samþykkir þú einnig skilmála okkar.

1. Hugtök
 1. Nemandi : Aðili sem sækir og greiðir námskeiðið. Ef annar aðili greiðir fyrir námskeiðið en sækir það, gilda sömu reglur fyrir báða aðila.
 2. Félagið : Nóbel námsbúðir ehf. 
2. Gildissvið
 1. Skilmálar þessir skulu gilda um hverskonar þjónustu sem félagið tekur að sér fyrir nemanda, að því marki sem slík þjónusta fellur ekki undir þjónustu samkvæmt ófrávíkjanlegum lögum eða öðrum skilmálum félagsins sem sérstaklega hefur verið samið um skriflega að skuli gilda um réttarsamband aðila.
 2. Komi til þess að ósamræmi sé annars vegar á milli skilmála þessara og hins vegar ófrávíkjanlegra laga og/eða annarra skriflegra skilmála félagsins, sem sérstaklega hefur verið samið um að gildi um réttarsamband aðila, skulu skilmálar þessir víkja fyrir nefndum skilmálum og lögum.
 3. Skilmálar þessir, þar á meðal undanþágur frá ábyrgð, varnir, réttindi og ábyrgðartakmarkanir, skulu gilda í hverskyns málarekstri gegn félaginu hvort sem krafan byggist á samningi eða skaðabótaskyldum verknaði utan samninga og jafnvel þótt bótaskylda hafi stofnast vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis eða höfnun samnings.
 4. Skilmálarnir gilda um öll störf starfsmanna félagsins, allt frá kennslustjórum til framkvæmdarstjórnar. Félaginu er heimilt að ráða undirverktaka á hvaða skilmálum sem er til að annast þau störf og þá þjónustu sem félagið tekur að sér gagnvart viðskiptamanni. Allir starfsmenn félagsins og undirverktakar þess eiga rétt á að bera fyrir sig öll ákvæði skilmála þessa, eftir því sem við á, enda gerir félagið samning við nemanda um viðkomandi þjónustu bæði fyrir sína hönd og sem umboðsaðili og fulltrúi slíkra starfsmanna og undirverktaka. 
3. Þjónusta
 1. Félagið skuldbindur sig til þess að veita þá þjónustu, sem það tekur að sér fyrir viðskiptamann á eðlilegan og vandvirkan hátt.
4. Verð og endurgreiðsla
 1. Nemandi samþykkir verð námskeiðs og ábyrgist greiðslu þess
 2. Ef keypt er gegn gjaldfresti leggst ofan á heildarverð 1.350 kr. sem nemandi greiðir samhliða greiðslu námskeiðs eða námskeiða.
 3. Gjalddagi heildargreiðslu ef greitt er gegn gjaldfresti er 5. janúar 2021 og eindagi þann 20. janúar 2021.
 4. Einungis er um að ræða frest á greiðslu og skal á engan hátt líta á gjaldfrestinn sem lánveitingu.
 5. Eftir að nemandi hefur keypt námskeið á nobel.is í gegnum veraldarvefinn, hefur hann 14 daga frá kaupum á námskeiði til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu hjá félaginu sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef námskeiðið sem keypt er inn á er haldið innan 14 daga frá kaupum á hann hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta réttinum fyrir annað námskeið, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga.
 6. Ef námskeið fellur niður af völdum félagsins er nemendum boðin endurgreiðsla. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast Nóbel námsbúðum eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu umrædds námskeiðs.
 7. Ef keyptur er aðgangur á námskeið og áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan aðila en félagið, áskilur félagið sér rétt til þess að ógilda kaupin og neita nemanda inngöngu á námskeiðið.
 8. Ef nemandi getur einungis mætt á a.m.k. einn hluta eða dag námskeiðs fær hann engu að síður aðgang að öllu kennsluefni sem kennslustjórinn gefur út á facebook kennsluhóp námskeiðsins og getur þar að auki spurt kennarann út í allt efni námskeiðsins alveg fram að prófi. Nemandi getur ekki krafist endurgreiðslu eða afsláttar fyrir þann hluta.
  5. Innheimta og vanskil
  1. Kröfur eru innheimtar í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar nr. 37/2009.
  2. Kröfur Nóbel námsbúða eru innheimtar í eftirtöldum skrefum ef krafa er ógreidd á eindaga: 2 bréfsendingar, 3 tölvupóstar, 4 SMS sendingar
  3. Að undangengnum skrefum í grein 5.2. áskilur Nóbel námsbúðir sér rétt til að krafa sé send í löginnheimtu og/eða nafn skuldara sé birt á heimasíðu félagsins, nobel.is, öðrum til forvarnar.
  4. Ef skuldari sýnir vilja og getu til að greiða umrædda skuld fjarlægir framkvæmdastjórn Nóbel námsbúða nafn skuldarans af heimasíðunni 
  6. Fjöldatakmarkanir
  1. Í sérstökum tilvikum áskilur Nóbel námsbúðir sér rétt til að takmarka fjölda nemenda á námskeið og því réttinn til að ógilda þá miða keypta umfram þann fjölda.
  7. Ábyrgð félagsins
  1. Félagið ber skaðabótaábyrgð eftir almennum reglum skaðabótaréttar á beinu tjóni viðskiptamanns, sem rekja má til ásetnings eða stórfellds gáleysis félagsins eða manna sem það ber ábyrgð við framkvæmd starfans og með þeim undantekningum sem fram koma í skilmálum þessum. Sönnunarbyrði um skaðabótaábyrgð félagsins hvílir á þeim sem heldur því fram að félagið beri ábyrgð.
  2. Nemandi tekur á sig alla ábyrgð á meiðslum sem gætu hlotist á undan, á meðan eða á eftir námskeiðinu.
  3. Nóbel námsbúðir tekur enga ábyrgð á einkamunum nemenda á meðan námskeiði stendur.
  4. Upphaf ábyrgðar skal miðast við þann tíma er viðkomandi þjónusta hófst.
  5. Lok ábyrgðar skal miðast við þann tíma er viðkomandi þjónustu er lokið.
  6. Félagið tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna fölsunar og afritunar nemenda. Ef upp kemst um það getur Nóbel námsbúðir neitað öllum handhöfum inngangi á námskeiðið og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning námskeiðs gæti breyst án fyrirvara.
  7. Kennslustjórum Nóbel námsbúða er ekki heimilt að taka við reiðufé í upphafi kennslu. Allar skráningar þurfa að fara fram í skráningarkerfi Nóbel námsbúða á heimasíðu okkar,www.nobel.is þar sem er hægt að greiða með bæði kreditkortum og debetkortum.
  8. Félagið ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni eða ágóðatapi. Félagið ber heldur ekki ábyrgð á greiðslu bóta vegna fornmunaverðmætis, tilfinningalegra verðmæta eða annarra sérstakra verðmæta.
  9. Félagið ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á neins konar tjóni sem rekja má til einhverra neðangreindra orsaka; 9.1. Bruna, sprengingu eða vatnstjóns, nema slíkt verði rakið til stórfellds gáleysis eða ásetnings félagsins eða starfsmanna sem það ber ábyrgð; 9.2. Gáleysi eða ásetningi viðskiptamanns eða manna á hans vegum; 9.3. Bilunum, gangtruflunum, rafmagnsleysi eða öðru því sem leiðir til þess tæki félagsins bili eða starfi ekki eðlilega, nema slíkt verði rakið til stórfellds gáleysis eða ásetnings félagsins eða starfsmanna sem það ber ábyrgð á; 9.4. Röngum eða ófullnægjandi upplýsingum frá viðskiptamanni eða mönnum áhans vegum; 9.5. Stöðvun eða takmörkun vinnuafls, verkföllum eða verkbönnum, hvort semfélagið á hlut að máli eða ekki og hvort sem framangreint er löglegt eða ólöglegt; 9.6. Alvarlegum ófyrirsjáanlegum atburðum (force majeure), svo sem náttúruhamförum, ófriði, geislavirkni, uppþotum, eða öðrum þeim ytri aðstæðum sem félagið ræður ekki yfir.
  10. Ekki skal koma til greiðslu vaxta af kröfum á hendur félaginu fyrr en frá uppkvaðningu dóms.
  11. Heildarfjárhæð bóta sem hægt er að krefja Nóbel námsbúðir er 100.000 kr.
  8. Ábyrgð nemanda
  1. Nemandi ber skaðabótaábyrgð gagnvart félaginu eftir almennum reglum skaðabótaréttar.
  2. Bætur til viðskiptamanns skal lækka eða fella þær niður ef sannað er að viðskiptamaður eða einhver á hans vegum hefur verið meðvaldur að tjóninu vegna ásetnings eða gáleysis. Auk þess ber viðskiptamanni í öllum tilvikum að takmarka tjón sitt í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar.
  3. Nemandi skal senda félaginu skriflega tilkynning um tjón jafnskjótt og tjónsins verður vart og í síðasta lagi áður en liðnir eru 10 dagar frá því að hann vissi eða mátti vita um tjónið. Sé ekki tilkynnt um tjón samkvæmt framansögðu skal réttur viðskiptamanns til þess að krefja félagið um bætur vegna atviksins falla niður sökum tómlætis. Í framangreindri tilkynningu skal koma skýrt fram um þjónustu er að ræða, fjárhæð bótakröfu ef kostur er og ástæðu þess að félaginu er haldið ábyrgu vegna viðkomandi atviks ef við á. Sé ekki tilkynnt um tjón samkvæmt framansögðu skal réttur viðskiptamanns til þess að krefja félagið um bætur vegna atviksins falla niður sökum tómlætis.
  4. Nemanda er auk þess sem að framan greinir skylt að bæta og halda félaginu skaðlausu vegna allra afleiðinga þess að: Upplýsingar eða annað sem hann gefur félaginu eru rangar, ógreinilegar eða ófullnægjandi; Einhver annar en nemandi byggir rétt eða heimild á og/eða fari eftir upplýsingum eða ráðleggingum sem félagið hefur veitt viðskipamanni: Félagið hefur verið, án þess að félagið hafi að öðru leyti bakað sér ábyrgð, gert skylt að greiða skatta, tolla eða önnur opinber gjöld; 4.4. Nemandi eða menn á hans vegum vanefna og/eða brjóta gegn ákvæðum þessara skilmála; Meðferð áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna á öllum námskeiðum Nóbel námsbúða.
  5. Til að fullnýta námskeið félagsins þurfa nemendur að vera með aðgang að facebook. Inn á sérstökum facebook kennsluhópum er tilkynnt um staðsetningu námskeiðanna og þar fá einnig nemendur aðgang að öllum kennslugögnum og öðrum tilkynningum. Þar að auki geta nemendur lagt fram spurningar úr efni námskeiðsins og fengið svör við þeim alveg fram að prófi.
  6. Nemandi skal greiða félaginu þóknun fyrir þau verk og þá þjónustu sem félagið veitir nemanda. Miða skal þóknun og greiðslu hennar við gildandi gjaldskrá félagsins á hverjum tíma ef ekki er um annað samið.
  7. Hafi þóknun ekki verið greidd á gjalddaga er félaginu heimilt að krefja viðskiptamann um dráttarvexti frá gjalddaga og kostnað sem kann að falla til vegna innheimtu þóknunar.
  9. Sending tilkynninga
  1. Ef gert er ráð fyrir í skilmálum þessum að annar hvor aðili skuli senda gagnaðila tilkynningu, hverju nafni sem hún nefnist, þá skal hún send af stað með sannanlegum hætti til þess heimilisfangs sem aðilar hafa gefið upp eða lögheimili þeirra, eins og það er skráð þegar tilkynning er send af stað. Sé þess gætt skal tilkynningin hafa þá þýðingu og þau réttaráhrif sem henni er ætlað að hafa, jafnvel þótt hún komi afbökuð, of seint eða alls ekki til viðtakanda.
  10. Fyrning kröfu
  1. Undir öllum kringumstæðum skal félagið vera laust undan ábyrgð nema mál sé höfðað innan 1 árs frá þeim tíma sem nemandi vissi eða mátti vita um þau atvik sem eru grundvöllur kröfu hans.
  11. Lögsaga
  1. Hverskyns deilumál sem upp koma á milli aðila og sem ekki tekst að leysa með samningum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  12. Tryggingar
  1. Félagið tryggir ekki vörur sem eru í vörslum félagsins, dótturfélaga þess eða undirverktaka. Af þeim sökum er nemanda bent á að tryggja allar vörur gegn hvers kyns tjóni sem hægt er að tryggja gegn.
  12. Póstlisti
  1. Með skráningu á námskeið félagsins er því veitt heimild til að senda póst á viðkomandi nemenda til að auglýsa önnur námskeið sem eru í boði. Stöðvun á tölvupóstum er háð afskráningu nemenda.

  13. Myndataka

  1. Nemandi samþykkir að myndatökur af hálfu félagsins gætu átt sér stað á námskeiðum sem síðan verða notaðar í markaðstilgangi.

  Við tökum við eftirfarandi kortum:

  We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard